1.10.2007 | 14:21
Fyrsti vinnudagurinn !
Ta er fyrsta vinnudegi lokid ! Gekk bara nokkud vel og vid saelar eftir daginn. Dagurinn hofst kl. 7 a morgunverdi sem samanstod af mjog saetu tei og turru franskbraudi ta var haldid til vinnu. Sjalfbodalidar eru kvattir til ad koma i morgunmat til ad kynnast og deila med ser upplifunum. Tad er frekar stutt til vinnu ca 10-15 min (ekki 5 min). Vid erum ad reyna ad venja okkur a ad ganga rolega og reyndar ekki annad haegt vegna hitans. Nog streymir hitinn samt. Vid voldum ad vinna a heimili fyrir born, baedi heilbirgd og fotlud. Tad eru 56 born sem bua tarna, allt fra kornabornum og upp i 6-7 ara. Reyndar eru frekar fa litil krili kannske 10-15. Eg vinn a deild tar sem eru 14 born sem oll hafa fengid fosturforeldra en bida eftir ad aettleidingarferlinu ljuki sem tekur ca. 18-24 man. Allt eru tetta born sem hafa fundist a gotunni. En eg a nu eftir ad kynna mer tetta allt betur tegar fram lida stundir. Hafdi eiginlega nog med sjalfa mig tarna i dag asamt tvi horfa og taka allt tetta nyja inn og laera nofnin a tessum dasamlega fallegu bornum. Laet tetta duga i dag, vid erum svangar og best ad borda eins og eina melonu
Um bloggið
Guðbjörg Jónsdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Guðbjörg,
ég fæ alveg sting í hjartað við að lesa frásögn þína. Mikið er frábært að þau fái að vera með svona góða manneskju hjá sér á heimilinu - svo mikilvægt.
Hlakka til að fá að fylgjast með því sem þú ert að upplifa - vona að þú takir fullt af myndum ef þú mátt - Mátt endilega hlera sem flest í ferlinu á heimilinu. Svo forvitnilegt fyirr mig - og eins og ég hef sagt við þig áður myndi ég óska efitr að fá frásögn eða grein frá þér.
Bestu kveðjur, þú ert ótrúlega hugrökk Guðbjörg.
þín vinkona Díana
diana (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 14:55
Ja hérna! Þvílíkt ævintýri Guðbjörg. Endilega lofaðu okkur að fylgjast með eins og þú getur. Verður sennilega upp fyrir haus í vinnu fljótt.
Bestu kveðjur, Dóra
Halldóra Halldórsdóttir, 1.10.2007 kl. 19:24
Sæl Systir!!!!
Gaman að fylgjast með þessu mikla ævintýri ykkar.
Kveðja frá öllum í Réttarseli
Sigríður Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:34
Hæ mamma mín
Vá.. hvað þetta er allt spennandi, eiginlega hálf ótrúlegt. Þetta verður mikil lífsreynsla. Ég endurtek bara það sem Diana sagði, mikið er gott að vita af þér hjá blessuðum börnunum.
Miðað við frásagnir þínar af mataræði held ég bara að það sé best að senda þér nokkrar ORA dósir - smá bland í poka ;)
Smá ómerkileg slúður Bauna-frétt: Heldur þú ekki að Jóakim (sem er litli prinsinn sem var giftur Alexöndru sem svo gifti sig aftur og það pilti sem er 13 árum yngri) sé búin að trúlofa sig og er að fara að giftast næsta vor. Enn eitt konunglegt brúðkaup á dagskránni. Þetta er kannski ekki frásögufærandi nema af því að slúðrir segir (og þar af leiðandi fullkominn sannleikur) að Jokkó sé hommi -þar af leiðandi finnst flestum hálf undarlegt að hann ætlar að trítla upp að altarinu með Marie ...sem er kona!! Jæja ekki meira slúður ;)
Hafðu það gott mamma mín :-*
Gyða Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.