26.10.2007 | 12:03
Flutningar !
Eg hef nakvaemlega 15 minutur til ad skrifa svo tad er best ad henda ser i verkid. Vid kvoddum Hotel Circular um hadegisbil i gaer og fluttum yfir gotuna a gistiheimilid BMC sem er stort og mikid setur (hus) fra nylendutimum Breta herna og er gardurinn stor og mikill. Allt er tetta umgirt med storri steingirdingu og vordur stendur allan solarhringinn vid hlidid. Tegar madur gengur inn i tennan gard og lokar hlidinu af eftir ser er eins og ad vera komin i annan heim. Kyrrlatt og hljott og tad heyrist i fuglunum og grodurinn er af odrum heimi lika. Folkid sem rekur tennan stad byr i einni ibud i husinu tannig ad alltaf er haegt ad na í einhvern ef tarf. Tad er haegt ad kaupa morgunmat, hadegismat og kvoldlmat her. Tad tarf bara ad lata vita daginn adur og kostar hann 80 rupees sem er ca. dkr. 10 sem telst frekar odyrt !!!! Morgunmatur samanstendur af banana, hardsodnu eggii med hvitri gulu, ristudu braudi og HAFRAGRAUT. Einnig er haegt ad fa kornfleks med heitri mjolk fyrir ta sem tess oska. Veit ekki alveg hvort eg a eftir ad profa tad. I morgunmatnum sitja allir vid RISA-stort gamal breskt nylenduherrabord og stora kristalsljosakronan hangir ennta yfir bordinu og hun er ekki smagerd, kronan su.
Vid Kis erum a leid a markad sem er i ca. 10 min. leigubilaferd asamt ungri konu sem vann i mottokunni a Hotel Circular en hun baudst til ad koma med okkur til ad kaupa indverskan Kamez+buxur og jafnvel shari. Henni finnst vid hafa verid svo oft platadar i vidskiptum ad nuna vill hun koma med og kennar okkur a tessa raeningja eins og hun ordadi tad. Goda ferd !
Um bloggið
Guðbjörg Jónsdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þetta er eins og lýsing úr mínum uppáhaldsmyndum - rómantískt og grand.
Mikið vildi ég sjá mynd af þessu fíneríi.
Dauðöfunda ykkur að vera á leið á spennandi markað - úlalla. Geturðu ekki skellt nokkrum skartgripum í töskuna þina og annað fínerí frá Indlandi og selt mér þegar þú kemur heim.
gott að vita af þér í öryggi.
góða helgi Guðbjörg mín - við söknum þín í boðinu á morgun og sendum þér hugskeyti.
kv. Díana
diana (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 20:53
Ja hérna Guðbjörg mín kæra mágkona.
Ég datt inn í bíómynd smástund þegar ég var búin að lesa bloggið þitt og fór í draumalandið. Þetta er örugglega frábært og ég vildi vera með þér þarna.
En mikið er nú gott að þú sért komin í öruggt húsa skjól með verði og allt.
Gott að fá leiðsögn í fatakaupum líka svo þú gangir ekki í náttförunum eða einhverju álíka
Ertu ekki til í að taka upp myndavélina svo við getum dottið inn í þessa bíómynd með þér.
Kær kveðja frá okkur í Blásölunum.
Þín mágkona Lilja
Lilja Guðrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 21:25
Hæ elsku mamman mín
Mikið var gaman að kíkja á skjaldbökuna í morgun þegar ég kom í vinnuna eftir heila helgi án netsambands (eiginlega bara alls ekki hægt) og sjá heil TVÖ blogg. Ég las bæði bloggin með svo miklum æðubunugangi að ég náði varla að klára eina línu áður en ég var hálfnuð í næstu línu. Fékk einhvertíman hraðlestrarnámskeið í jólagjöf en það klikkaði víst eitthvað.
Nýja heimilið ykkar hljómar eins og höll í ævintýri. Svo gaman að lesa um allt sem þú ert að bauka. Og svo óendanlega gaman að lesa matarlýsingarnar þínar ;) Gular hvítur ... eða var það hvít gula.. hvoru tveggja hljómar hálf spúkí!Mér finnst endilega að þú eigir að skella þér á eina skál með kornfleksi og heitri mjólk... !
Bið að heilsa Kis =)
Faðmlög frá Gyðu jólapúka (komin í agalega gott jólaskap..)
Gyða Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.