Muslimakonan !

Vinkona okkar fra Hotel Circular kom a tilsettum tima. Hun stod reyndar ut a gangstett vid hlidid tvi vordurinn vildi ekki hleypa henni inn ! Vid aetludum varla ad tekkja hana tvi hun var komin i svartan muslimakjol, reifud fra toppi til taar. Vid hreinlega saum ekki i snifsi af konunni en vid letum eins og ekkert vaeri. Eins og tetta vaeri daglegt braud hja okkur. Seinna i ferdinni kenndi hun okkur ad binda slika slaedu um hofudid tannig ad rett glittir i augun. Adur en vid vissum af satum vid inn i motor-rickshaw med fleira folki. Tetta farartaeki er eiginlega half-gert motorhjol ad framan en tvo hjol ad aftan og engar dyr eru a tessu apparati. Eg var nybuin ad lesa i ferdabokinni minni um Indland ad ef utlengingum dytti i hug (!!!!) ad nyta ser tennan ferdamata skyldi folk sitja aftur i tvi arekstrartidni tessara farartaeja vaeri mjog ha. ?ess vegna vard fegin mjog tegar eg sa ad hun sjalf settist frammi hja bilstjoranum og vid Kis trodum okkur inn i aftursaetid asamt hinum sem voru fyrir ! Her er engin hamarksfjoldi i farartaeki. Alltaf nog plass og endalaust haegt ad baeta i. Orugglega tattur i teirra gestrisna edli. Ferdin gekk hratt og vel fyrir sig tvi tessir fararskjotar geta smogid alls stadar. Tad er mikill kostur her tvi umferdin er mjog tung. Vegakerfid sprungid fyrir longu sidan. Asamt holraesakerfi. Bilbeltanotkun tekkist ekki her en einu sinni hef eg ordid vitni af tvi ad leigubilstjori myndadi sig til nota eitt slikt og eg man eg hugsadi: Ja, herna her! Nu detta af mer allar daudar lys og viti menn! Hann stakk tvi undir rasskinnina a ser !!!!!!

Nuna erum vid a leid a baenasamkomu sem husradendur BMS hafa bodid okkur a.


Flutningar !

Eg hef nakvaemlega 15 minutur til ad skrifa svo tad er best ad henda ser i verkid. Vid kvoddum Hotel Circular um hadegisbil i gaer og fluttum yfir gotuna a gistiheimilid BMC sem er stort og mikid setur (hus) fra nylendutimum Breta herna og er gardurinn stor og mikill. Allt er tetta umgirt med storri steingirdingu og vordur stendur allan solarhringinn vid hlidid. Tegar madur gengur inn i tennan gard og lokar hlidinu af eftir ser er eins og ad vera komin i annan heim. Kyrrlatt og hljott og tad heyrist i fuglunum og grodurinn er af odrum heimi lika. Folkid sem rekur tennan stad byr i einni ibud i husinu tannig ad alltaf er haegt ad na í einhvern ef tarf. Tad er haegt ad kaupa morgunmat, hadegismat og kvoldlmat her. Tad tarf bara ad lata vita daginn adur og kostar hann 80 rupees sem er ca. dkr. 10 sem telst frekar odyrt !!!! Morgunmatur samanstendur af banana, hardsodnu eggii med hvitri gulu, ristudu braudi og HAFRAGRAUT. Einnig er haegt ad fa kornfleks med heitri mjolk fyrir ta sem tess oska. Veit ekki alveg hvort eg a eftir ad profa tad. I morgunmatnum sitja allir vid RISA-stort gamal breskt nylenduherrabord og stora kristalsljosakronan hangir ennta yfir bordinu og hun er ekki smagerd, kronan su.

Vid Kis erum a leid a markad sem er i ca. 10 min. leigubilaferd asamt ungri konu sem vann i mottokunni a Hotel Circular en hun baudst til ad koma med okkur til ad kaupa indverskan Kamez+buxur og jafnvel shari. Henni finnst vid hafa verid svo oft platadar i vidskiptum ad nuna vill hun koma med og kennar okkur a tessa raeningja eins og hun ordadi tad. Goda ferd !


Laeknasaga !

Enn sem adur er mikid um ad vera her hja okkur og ef eg a ad segja ykkur eins og ta er stundum half-erfitt ad fylgja tessu ollu eftir. 

A manudaginn ca kl. 15 urdum vid vitni a nagrannaslagsmalum med mjog sterku truarbragdaivafi sem var erfitt ad horfa upp a. Tad var okkar kaeri vatnssolumadur i hverfisbudinni sem vard fyrir arasinni af hendi Muslima en hann sjalfur er kristinn Bengali. Muslimalydurinn hropadi ad Bengalanum: Go home to your own neigbourhood  !  You don't belong here ! Tad skal tekid fram ad vatnsmadurinn er buinn ad vera med verslun her vid hlid Mother Teresu husid i 15 ar !

I gaer turftu frurnar, su islenska og su danska, sem sagt badar tvaer og allar saman ad fara til laeknis. Eg leitadi til systranna um til hvada laeknis vid aettum ad fara til og taer radlogdu okkur ad fara til Dr. A C Woodward sem vid og gerdum. Systir Drisella sagdi okkur ad hann vaeri mjog godur laeknir og traustur sem ekki vaeri haegt ad segja um alla indverska laekna tegar utlendingar aettu i hlut. Teir vildu allra helst hurra okkur utlendigunum inn a spitala til ad fa tryggingapeningana okkar. Serstaklega vaeru Japanir ginkeyptir fyrir tessari spitalaadferd. Sidan baetti hun vid ad hann hefdi verid einkalaeknir Modir Teresu sem var eins og rusina i pysluenda ad heyra. Tad var mikid gaman ad hitta tennan mann, vid vorum seinastar inn til hans og hann halladi ser aftur a bak i stolnum og gaf ser godan tima til ad spjalla. Hann sagdi okkur hvad tad hefdi verid mikill heidur ad fa at sinna svona merkilegri konu. Ad hun hefdi ekki bara verid med stort hjarta og synt ollum somu framkomu, hvort sem tad var betlari eda Bill Clinton, hun hefdi lika verid su allra gafadasta manneskja sem hann hefdi hitt. Hun hefdi eiginlega verid snillingur.  Audheyrilega bar hann djupa virdingu fyrir henni og sagdi jafnframt ad stundum hefdi verid mjog erfitt ad vera laeknirinn hennar vegna teirrar abyrgdar sem hvildi a honum og hann turfti ad bera einn eins og hann sagdi. Honum veittist sa heidur ad kynnast personunni Teresu og ekki einungis tvi sem sneri ad okkur almenningi. Enginn vissi ad hann var hennar laeknir fyrr en hun var farin hedan og ta var honum bodid gull og graenir skogar fyrir endurminningar sinar en hann aftakkadi. "Tu segir bara hvad tu vilt og tu faerd tad", var sagt vid hann ! Og nuna 10 arum eftir dauda Modir Teresu er hann enn sama sinnis.


Prestakragi eda hanakambur !

Stundum tarf folk ad fara yfir a hinn vegarhelminginn til ad komast aftur inn a beinu brautina. Af mjog einfaldri astaedu haetti tessi agaeti ungi madur i sinu prestanami eftir 3ja ara veru tar. Hann vill giftast og lifa fjolskyldulifi, eignast konu og born. Amen !

Eg verd ad fara tvi eg er mjog svong og tad gengur alls ekki Wink


Mikid ad gera !

Eg gaf mer ekki tima til ad koma her i gaer tvi tad var mikid ad gera i vinnunni, veikindi og ennta horgull a fermetrum !!! Eftir vinnu kvoddum vid sudur-afriska konu sem vid kynntumst her, forum ut ad borda a "kaffihusi" !!!! Godur matur, hrod tjonusta og GOTT KAFFI. Kaffid var pantad adur en vid pontudum matinn. Vid drukkum sem sagt kaffi med matnum. Tad eina sem eg verulega sakna ad heiman en almennilegt kaffi en tad er litid um slikt her. Eg fae kaffi a hotelinu, ef kaffi skyldi kalla en tad er verulega vont. Vid eyddum lika godum tima i fyrstu alvoru bokabudinni her "Oxford Bookstore" baedi barna- og fullordinsdeild, jibbiii. Vid forum med hrugu af bokum upp a kaffistofuna tar, lasum baekur og drukkum dyrindis te, ummm.Wizard

Mig langar ad segja ykkur adeins um tessu frabaeru konu sem vid kynntumst herna. Hun a aettir ad rekja fra Portugal og forfedur hennar fluttu til Sudur-Afriku i byrjun seinustu aldar. Hun er alin upp i mjog strangri katolskri tru og gekk i katolskan skola. Tegar hun  var ung ad arum akvad hun ad gerast nunna og var i 3 ar i klaustri en yfirgaf tad ad lokum vegna efasemda um ad tetta vaeri tad retta fyrir sig. Sidast lidin 5 ar hefur hun stroglad med sina katolsku tru og hefur reynt af alefli ad komast fra tessum refsandi Gud sem hun var alin upp i. Ef eitthvad for urskeidis var Gud ad refsa og svo var tad ad sjalfsogdu "syndin" sem lurdi i hverju horni. I dag hefur tessi frabaera kona fundid sinn eigin Gud sem er kaerleiksrikur og gefandi. Hun vinnur vid innflutning a alls kyns laeknavorum fyrir augnlaekna og sidast lidid ar hefur hun ferdast vida  i tengslum vid tad. Hun a engin born sjalf en hefur tekid eina fjoldskyldu i fostur, unga modir asamt tveimur bornum, 10 manada gamall drengur og 5 ara stulka. Allt uppihald greidist af henni, leiga a ibud, leikskoli og skoli, heilbrigdistjonusta og hun ser einnig um ad keyra bornin til og fra i skola. Tad er svo gaman ad heyra svona sogur af folki og bidid bara tar til eg segi ykkur soguna af unga irska manninum sem var i laeri sem katolskur prestur i 3 ar og er nuna med hanakamb Whistling eg hitti alveg otrulega litrika karaktera herna og nyt tess mjog ad heyra um lif teirra Smile

Eg er alltaf ad lofa sogum af hinu og tessu en mer gefst hreinlega ekki timi til skrifa allt sem eg gjarnan vildi skrifa um. Godar stundir, kaera folk !


Kasta a ykkur kvedju !

Bara rett ad segja hallo og bless. Buin ad vera i frii i dag og tvilikur dagur. Segi ykkur betur fra tvi sidar en i stuttu mali for eg i straeto og lest i fyrsta skipti i dag her i Kolkata og tvilikt aevintyri, alveg fra upphafi til enda, alla vega fyrir  mig. Hafid tad sem allra best. Framhald sidarSmile

Hamagangur i vinnunni !

Dagurinn byrjadi kl. 6 i morgun a tvi ad ferdafelaga min hun Kis bankadi a dyrina hja mer og tjadi mer ad hun vaeri svo treytt ad hun kaemist ekki i vinnuna. Hvort eg vildi ekki vera svo vaen at segja samstarfskonu hennar fra tvi. Sem eg og gerdi. Tegar eg maetti i vinnuna kom ein af minum samstarfskonum a moti mer og sagdi mer ad hun hefdi adeins maett til ad setja unga japanska stulku inn i sin storf tvi hun vaeri ordin veik. For sidan heim og lagdist a sjukrabed. Tessi japanska stulka byrjadi ad vinna i gaer !! Nu voru god rad dýr tvi dagurinn hefst alltaf a song og baenahaldi. Enginn okkar triggja kunni baen a ensku eda einn einasta song, hvorki upp a enska tungu ne a modurmali. Eg stakk upp ad vid myndum bara sleppa tessu i dag og i stadinn yrdu tau bara ad laera meira ! Japanirnir skutu tessa hugmynd i kaf og ta stakk eg upp a ad lata 3-4 af eldri krokkunum mynda litinn kor og tau myndu sjalf velja login. Vid myndum tralla med og ad vonum vakti tetta mikla lukku hja bornunum og ad lokum vildu allir vera i blessudum kornum. Kennslan tokst lika ágaetlega tratt fyrir famennid. Yfirleitt erum vid 5 - 6 med ca 20 born a aldrinum 3 - 11 ara en i dag vorum vid 3 !!!!! Bara nokkud ánaegd med sjalfa mig og minar japonsku vinnustollur. Mjog abyrgdarfullar og fullar af metnadi fyrir hond barnanna. Annars allt gott.


Flutt til !

Ja, Diana min ! Eg byrjadi hja krilunum en var fljotlega faerd upp um bekk ! I tvennum skilningi. For ad kenna 3-4 ara og tau eru uppi. Og i millitidinni er eg buin ad flytja nidur aftur en i tetta skiptid foru bornin med mer. Eg for fram a ad ollum hopnum yrdi skipt upp tvi tau voru 22 i ca 20 fm rymi asamt kennslufolki sem er soldid mismunandi hve eru margir. Sumir koma 2svar i viku, adrir 3svar i viku og svo eru sumir alla daga nema fimmtudaga og sunnudaga en ta er lokad. Eftir morgunsong og baenalestur tritludu bornin asamt frunni aftur nidur og vorum i himneskum fridi i matarstofunni. Og tvilikur munur a bornunum. Tarna gatu tau einbeitt ser og notid sin. En bidid nu vid, sagan er ekki buin. Tegar tau sau hvad vel tokst til var akvedid ad eldri bornin sem eru 5 - 11 ara fengju sina kennslu tarna og tar med var eg flutt upp aftur med allt mitt hafurstask. Eg er buin ad akveda ad tala vid Systir Mary um malid og athuga hvor ekki leynist einhver annar stadur fyrir okkur. Eiginlega er mannskemmandi ad vera i tessari upp-kennslustofu. Hun snyr ut ad mikilli umferdargotu og flautid og bilaohljod ad ogleymdri mengun lemur hljodhimnurnar allan morguninn. Allir gluggar eru galopnir ut af hitanum. Svo tid getid imyndad ykkur fjorid tarna stundum. En eg efast ekki um ad lausn er handan vid hornid !

"Bornin min" !

Tad er svo margt sem mig langar til ad segja ykkur um "bornin min" og hvernig vinnudagurinn gengur fyrir sig hja mer.. Ekki get eg statad mig af mikill reynslu i ad kenna ungum bornum med sertarfir svo eg hef leitad til laerdra aettingja og vina a svidi uppeldis og kennslu. Eg hef fengid ymis god rad og einnig eg adeins vid hyggjuvitid. Sjalfbodalidarnir sem eg vinn med eru lika mjog hjalplegir med alla hluti og yfir-systirin, hun Sister Mary kemur beint fra Gudi svei mer ta.

Eg maeti kl. 8 asamt odrum sjalfbodalidum og notum vid ca half-tima vid ad undirbua okkur. Eg nota lika ca 1-2 klst. a dag eftir ad eg kem heim vid ad undirbua mig. Fyrstu dagana mina notadi eg lika ca 1 klst. eftir kennslu vid ad kynna mer hvad er i ollum skapum og hirslum i kennslustofunni. Fletti nokkrum tugum kennsluboka i stafagerd, tolustofum og kikti oni fleiri, fleiri plastbox sem innihalda alls kyns taeki og tol, svo sem limstifti, skaeri, pinna, garn, perlur, leir og pappir. Tok tetta fostum tokum eins og vid segjum upp a Isalandinu goda. Nuna tegar  eg hef kynnst bornunum adeins veit eg hvad hentar hverju og einu betur. Eg veit til daemis nuna ad Perla er eldsnogg svo tad er vissara ad hafa aukaverkefni fyrir hana og hun vill ekki standa upp fyrr en hun er buin med sitt verkefni. Maetti kannske vanda sig betur. Jonni gerir helst ekkert nema eg sitji vid hlidina a honum, nema ta helst ad hraera i toskunni minni tar sem eg geymi ymislegt skemmtilegt. Klara sekkur ser oni verkefnid og vill ekki lata trufla sig og tad er eins gott ad leyfa henni ad klara lika. Kaja er eldklar, stridin og dugleg og turfti ad fara i "time out" stolinn i 2 minutur i dag. Hun gaf sessunaut sinum half-gert rothogg upp ur turru. Litil hond getur kannske ekki gefid rothogg en hun slo hraustlega til hennar. Hausinn sem fekk hoggid var lika smar. Svo er tad litla kruttid mitt hann Runni sem vill dudda ser med orsma hluti og vill allra helst leika ser med kubba. Aetti eiginlega ad vera i yngri deild en fylgir storu systir sinni sem passar vel upp a litla kallinn. Hefur orugglega gaett hans adur, a tad til ad tala hatt til hans og jafnvel dangla i hann.

Tad vildi svo skemmtilega til ad tegar eg byrjadi i Shishu Bhavan sem er heimili fyrir munadarlaus born. Fimm born satu saman vid annad hringbordid og tau voru oll ny a deildinni. Trju komu af odrum deildum heimilisins og ein systkin, brodir og systir komu vegna tess ad foreldrar teirra hofdu latist i bilslysi. Hun var ennta med sar a enninu sem er naestum groid nuna. Fyrstu dagana sata tau mjog tett saman. Perla dro alltaf stol Runna alveg upp ad sinum stol og vildi ad stolarnir hefdu sama lit sem hun fekk audvitad ad rada. Nuordid sitja tau sitt hvoru megin vid bordid. Og stora systir haett ad spa i lit a stolum. Reynir ad segja mer fyrir verkum i stadinn sem gengur bara nokkud vel hja henni. Verdur god einn daginn og hennar uppahaldsverkfaeri eru skaeri !

 


Matur med meiru !

Tad er ohaett ad segja ad kona venjist umhverfi sinu. Timaskynid breytist .... eg aetladi ad skrifa i gaer en sit herna fyrst nuna a sunnudegi sem er fridagur hja okkur. Eg kom mer fyrst ut ur husi ad ganga tvo og var ta buin ad tvo tvott, reyna ad rada (aftur) inn i minum skap en tad virdist aetla ad verda eilifdarverk. Las mig adeins til um videoupptokuvelina mina og tannig maetti lengi telja. Tad skal tekid fram ad tvottur fer fram i storri fotu a badherberginu. Eins og allar "godar" husmaedur vita er ekki gott ad safna of miklum ohreinum tvotti saman. Getur ordid vandamal med ad hengja upp. Ekki tarf mikid ad vinda tvottinn tvi hann tornar fljott i hitanum en betra ad skola vel tvottaefnid ur flikunum, annars vilja taer verda frekar stifar og folki getur farid ad klaeja svona her og tar. En allt laerist tetta nu med timanum !! En verdur ekki neitt skemmtilegra. Eiginlega er tessi handtvottur tad allra leidinlegasta sem eg hef gert herna sidan kom. Kannske get eg latid mer detta einhver lausn i hug. Auglysi her med eftir hugmyndum !!!

 Tad er mjog rolegt og hljott i naesta nagrenni vid okkar nuna en vid buum vid mikla umferdagotu. Ramadan-hatidarholdin fara fram i hlidargotum sem hlykkjast her um allt. Allir sem vettlingi geta valdid taka tatt a einn eda annan hatt. Muslimar gledjast, borda og signa sig a milli munnbita og vid hin komum til ad virda fyrir okkur herlegheitin. Spai i hvort konu verdi bodid upp a eitthvad matarkyns !!!! Efast to um ad eg muni tyggja tad. Hef ekki lagt i gotumat ennta og mun ekki gera. Vid hofum reyndar stadid med nefid ansi nalaegt glugga bakarans a horninu og dasamad kokurnar sem eru til synis fyrir innan glerid. Bendum til skiptist a hinar og tessar kokur og skiptumst a skodunum um liti, logun og jafnvel bragt. Eins og tid heyrid ta er eg mjog svong i augnablikinu, get varla hugsad um annad en mat. Man ad eg a sukkuladi um a herbergi. Allt sem hefur med mat ad gera turfum vid ad hugsa soldid fram i timann tvi ekki er bara haegt ad skjotast ut i bud eftir einhverju aetilegu. Vid bordum naeringarrikan morgunmat a hotelinu og erum bunar ad laera af reynslunni ad tad tekur ca 25 minutur ad fa matinn a bordid fra tvi hann er pantadur. Engin hamagangur her, takk fyrir. Hann samanstendur af ristudu franskbrauti, smjeri, banana i hydinu og tveimur eggjum med skurn a. Og kaffiliki, ekki gott kaffi her.

Sidan er haldid annad hvort beint til vinnu eda komid vid i Mother House tar sem margir sjalfbodalidar koma a morgnana til ad fa ser morgunmat; hvitt braud, banani i hydi og disaett mjolkurte. Mjog hefdbundinn drykkur i Indlandi sem flestir drekka 2svar a dag. Einhver frodur um indverska sidi sagdi tad mjog liklegt ad eg mundi falla fyrir tessum drykk og eg man eg hugsadi ad tad fyndist mer nu frekar otrulegt en viti menn! Tessi heiti sykradi drykkur er aldeilis omissandi herna i hitanum. Ef vid komum a tetima hja vatnsmanninum okkar bydur hann okkur stundum upp a te og a medan vid sotrum tad spjollum vid um hitastigid. Svo eg haldi nu afram ad tala um mat fyrst eg er a annad bord byrjud ta er stundum erfitt ad bida eftir matnum, stundum hef eg spurt hvort tad se langt i matinn (mjog kurteisisleg) og i tau skipti sem eg hef spurt hef eg fengid svarid "5 min." og svo lida 20 min. Eg er alveg haett ad spyrja. Maturinn kemur tegar hann kemur og ekki ord um tad meir. Timaskynid er odruvisi her; "2 hours" geta verid allt ad 2 dagar og jafnvel lengur og "3 days" heil vika. Tannig er nu tad. Hafid tad sem allra best a tessum Drottins degi !


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Guðbjörg Jónsdóttir

Höfundur

Guðbjörg Jónsdóttir
Guðbjörg Jónsdóttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Skohruga !
  • ...p1010265
  • ...p1010264
  • ...p1010262
  • ...p1010261

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 163

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband